Gunnhildur (4. f.v.) ásamt háskólaliði sínu í bandaríska háskólagolfinu Elon. Mynd: Elon
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku leik í 15. sæti í S-Karólínu

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og Elon, lék í 1. móti haustsins með háskólaliði sínu á The Ocean Course Invitational, sem fram fór dagana 4.-5. september s.l.

Mótið fór fram í Kiawah Island, í Suður-Karólínu.

Þátttakendur voru 87 frá 17 háskólum.

Gunnhildur lék á samtals 22 yfir pari, 238 höggum (80 78 80) og varð T-61.

Í liðakeppninni varð Elon í 15. sæti.

Sjá má lokastöðuna á The Ocean Course Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Gunnhildar er Boston College Intercollegiate, sem fram fer  23-25. september n.k.