Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur lauk keppni á Pinehurst Challenge

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, tóku þátt í  Pinehurst Challenge, í Pinehurst, N-Karólínu.

Mótið stóð dagana 9.-10. október keppendur voru 100 frá 19 háskólum.

Gunnhildur lék á  238 höggum (75 80 83) og varð T-87.

Elon, lið Gunnhildar varð í 16. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Pinehurst Challenge með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Elon og Gunnhildar er Idle Hour Collegiate Championship, sem fram fer 30.-31. október, í Macon, Georgíu og er þetta mót jafnframt það síðasta fyrir áramót hjá Gunnhildi og Elon.