Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2017 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur leik á SDSU March Mayhem í dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State hefja í dag keppni á SDSU March Mayhem.

Mótið fer fram í The Farms golfklúbbnum í Rancho Santa Fe, Kaliforníu.

Það stendur í 3 daga, 20.-22. mars 2017.

Mótið er óhefðbundið háskólamót að því leyti að um holukeppni er að ræða.

Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brár og Fresno State SMELLIÐ HÉR: