Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli í 2. sæti og Bjarki T-6 e. 1. dag Seahawk mótsins

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og golflið þeirra Kent State taka þátt í Seahawk Intercollegiate mótinu.

Mótið fer fram í Country Club of Landfall í Wilmington Norður-Karólínu, dagana 19.-20. mars.

Tveir hringir voru spilaðir í gær og fer lokahringurinn fram í dag.

Eftir 1. dag er Gísli í 2. sæti mótsins en hann hefir samtals spilað á 5 undir pari, 139 höggum (70 69).

Bjarki er T-6 á 2 yfir pari, 147 höggum (72 74).

Lið Kent State er í 1. sæti í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna í Seahawk Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: