Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2017 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Gísli í 2. sæti f. lokahringinn á Maui Jim mótinu

Þrír íslenskir kylfingar Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, og Rúnar Arnórsson, GK og golflið hans við Minnesota háskóla léku í gær 2. hring á Maui Jim Intercollegiate mótinu.

Mótið fer fram í Desert Forest golfklúbbnum, í Carefree, Arizona og stendur dagana 22.-24. september, þannig að lokahringurinn verður leikinn í dag.

Gísli er í 2. sæti fyrir lokahring mótsins en hann hefir spilað á samtals 5 undir pari, 139 höggum (68 71).

Bjarki er T-10 á samtals sléttu pari, 144 höggum (70 74) og Rúnar er T-41 á 7 yfir pari, 151 höggi (74 77).

Þátttakendur í mótinu eru 78 frá 15 háskólum.

Til þess að sjá stöðuna í Arizona SMELLIÐ HÉR: