Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar lauk keppni á Border Olympics mótinu

Björn Óskar Guðjónsson, GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu The Ragin Cajuns, í Louisiana Lafayette háskólanum, luku keppni í gær á Border Olympics mótinu í Laredo, Texas.

Mótið stóð dagana 9.-10. mars 2018 og keppendur í mótinu voru 97 frá 17 háskólum.

Björn Óskar lék á samtals á 12 yfir pari, 228 höggum (78 78 72) og var lokahringurinn hans besti þegar hann var líkari sjálfum sér og lék á pari.

Björn Óskar lauk keppni í 84. sæti færðist upp um 10 sæti eftir afar erfiða byrjun.

Lið Louisiana Lafayette varð í 13. sæti í liðakeppninni, sem er líka gott en liðið var í neðsta sæti eftir 1. dag.

Sjá má lokastöðuna á Border Olympics mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót The Ragin Cajuns er í Texas, ber heitið The Lone Star Invitational og hefst 19. mars nk.