Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2017 | 16:15

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar á fyrsta móti sínu í háskólagolfinu! Fylgist með HÉR!!!

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) hefir gengið í lið Louisiana Lafayette, þar sem á undan honum hafa m.a. spilað Örn Ævar Hjartarsson, GS;  Haraldur Franklín Magnús, GR; Ragnar Már Garðarsson, GKG og Aron Snær Júlíusson, GKG.

Hann er nú við keppni á fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu, en það er Sam Hall Intercollegiate, sem fram fer í Hattiesburg CC , í Hattiesburg, Mississippi.

Mótið stendur dagana 11.-12. september 2017.

Björn Óskar hefir spilað á 7 yfir pari, 152 höggum (74 78) og er T-38 af 75 keppendum frá 12 háskólum.

Til þess að fylgjast með gengi Björns Óskars SMELLIÐ HÉR: