Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn lauk keppni á FAMC Intercollegiate

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu í Louisiana Lafayette keppa á Franklin American Mortgage Intercollegiate (Skammst.: FAMC Intercollegiate).

Mótið fór fram í The Grove, nálægt Franklin og Murfreesboro í Williamson sýslu, Tennessee og stóð dagana 8.-10. október 2017 og lauk því í gær

Keppendur voru 68 frá 12 háskólum.

Björn Óskar lék á samtals 21 yfir pari, 237 höggum (86 76 75 ); lék sífellt betur í mótinu, en lauk keppni í 61. sæti.

Í liðakeppninni varð Louisiana Lafayette 10. sæti

Sjá má lokastöðuna á Franklin American Mortgage Intercollegiate með því að  SMELLA HÉR:

Næsta mót Björns Óskars er á Hawaii 29.-31. október n.k.