Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn bætti sig um 10 högg milli hringja

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu í Louisiana Lafayette keppa á Franklin American Mortgage Intercollegiate.

Mótið fer fram í The Grove, nálægt Franklin og Murfreesboro í Williamson sýslu, Tennessee og stendur 8.-10. október 2017.

Keppendur eru 68 frá 12 háskólum.

Í gær lék Björn Óskar 2. hringinn á 4 yfir pari, 76 höggum en fyrri daginn var hann því miður á 14 yfir pari, 86 höggum.

Þrátt fyrir mikla bætingu er Björn Óskar enn í sama sæti á skortöflunni þ.e. T-63.

Í liðakeppninni er Louisiana Lafayette T-9, en var í 8. sæti eftir 1. dag.

Lokahringurinn verður spilaður í dag.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Franklin American Mortgage Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: