Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2018 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli við keppni á Myrtle Beach

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu Kent State eru nú við keppni í General Hackler mótinu, sem fram fer dagana 10.-11. mars 2018 og lýkur í dag.

Gísli lék fyrstu tvo hringina á samtals 3 yfir pari (77 70)

Bjarki hins vegar spilaði fyrstu tvo hringina á 5 yfir pari (72 77).

Lið Kent State er í 6. sæti af 15 háskólaliðum, sem þátt taka í mótinu.

Sjá má stöðuna á General Hackler mótinu og fylgjast með gengi piltanna, sem eru við keppni í þessu með því að SMELLA HÉR: