Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State í 4. sæti e. 1. dag NCAA Washington Regionals

Bjarki Pétursson, GB, Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu Kent State taka þátt í NCAA Washington svæðismótinu.

Mótið fer fram í Aldarra golfklúbbnum í Sammamish í Washington, dagana 15.-17. maí 2017 og eru þátttakendur 75.

Eftir 1. dag mótsins er Gísli T-14, á sléttu pari, 71 höggi, en Bjarki T-27 á 2 yfir pari, 73 höggum.

Kent State, lið þeirra Bjarka og Gísla er í 4. sæti í liðakeppninni af 14 háskólaliðum, sem þátt taka.

Sjá má stöðuna á NCAA Washington Regionals með því að SMELLA HÉR: