Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn T-10 og Stefán Sigmunds T-31 á Kansas Fall Classic!

Þeir Birgir Björn Magnússon, afrekskylfingur og klúbbmeistari GK 2012 og 2017 og Stefán Sigmundsson, GA kepptu f.h. skólaliðs síns, Bethany, á Kansas Fall Classic.

Mótið fór fram í Turkey Creek, í McPherson í Kansas dagana 9.-10. október og lauk í gær.

Þátttakendur voru 87 frá 13 háskólum.

Upphaflega var áætlað að karlalið skólanna ættu að spila 3 hringi, en slæmt veður setti strik í reikninginn. Vindhviður upp á 32 km/klst. geystu fyrri keppnisdag á mánudaginn (9. okt.) og á þriðjudeginum lægði vindinn aðeins en þá gerði úrhellisrigning kylfingum lífið leitt.

Í lok dags áttu flestir karlkeppendurnir eftir að klára 2. hring sinn þegar varð að fresta leik vegna myrkurs.

Þriðjudagurinn hófst því með að karlkeppendur luku 2. hring sinn u.þ.b. 10:30 að staðartíma og þar sem leit út fyrir að hægt væri að halda fram keppni var tekin ákvörðun um að spila 3. hring. Því miður, aðeins hálftíma síðar versnaði veðrið og mótshaldarar endurskoðuðu afstöðu sína og tóku ákvörðun um að stytta mótið í 2. hringja mót.

Bethany, háskólalið Birgis Björns og Stefáns sendi 3 lið í keppnina.

Birgir Björn keppti í B-liðinu og Stefán í C-liðinu og stóðu þeir sig best með sínum liðum.

A-lið Bethany varð í 2. sæti á liðakeppninni; B-liðið í 5. sæti og C-lið Bethany í 7. sæti, sem er frábær árangur!!!

Birgir Björn varð T-10 í einstaklingskeppninni með skor upp á 151 högg (76 75).

Stefán varð T-31 í einstaklingskeppninni með skor upp á 160 högg (80 80).

Sjá má lokastöðuna á Kansas Fall Classic með því að SMELLA HÉR: 

Bethany keppir næst 23.-24. október á Park Fall Invite, í Parkville, Missouri og er það síðasta mót háskólans á haustönn.