Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 07:00

Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur keppir í Kenýa – Axel líklega með líka

Þann 22.-25. mars n.k. fer fram Barclays Kenya Open, sem er mót á Áskorensamótaröð Evrópu.

Spilað er á keppnisvelli Muhanga golfklúbbsins, í Nairobi, Kenýa.

Staðfest er að Birgir Leifur Hafþórsson, GKG verði með í mótinu – Axel Bóasson, GK er hins vegar á biðlista inn í mótið.

Axel hefir kepppnisrétt á Áskorendamótaröðinni vegna þess að hann varð stigameistari Nordic Golf League í fyrra. Hann fær hins vegar ekki sjálfkrafa að spila í öllum mótum, öðlast meiri keppnisrétt eftir því sem hann festir sig meira í sessi á Áskorendamótaröðinni

Birgir Leifur er hins vegar með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni eftir sigur á Áskorendamótaröðinni í fyrra, en getur eftir sem áður spilað á mótum Áskorendamótaraðarinnar.