Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2017 | 09:15

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (4): Gabríel Þór sigraði í fl. 14 ára og yngri stráka

Fjórða Áskorendamóti Íslandsbanka 2017 lauk á Garðavelli á Akranesi, í fyrradag, fimmtudaginn 13. júlí, með þáttöku um 65 barna og unglinga.

Frábærar vallaraðstæður og gott veður settu svip sinn á mótið sem tókst afar vel og lauk með grillveislu í boði Golfklúbbsins Leynis og verðlaunaafhendingu í golfskála.

Á Áskorendamótaröðinni keppa kylfingar, sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina.

Þeir sem voru 14 ára og yngri spiluðu 18 holur. Sigurvegari í flokki 14 ára og yngri stráka varð heimamaðurinn Gabríel Þór Þórðarson, úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi . Hann lék 18 holurnar á Garðavelli á 82 glæsihöggum! Gabríel Þór var jafnframt á besta skori allra á 4. móti Áskorendamótaraðarinnar sem léku 18 holur; líka betri en eldri unglingarnir 15-18 ára!

Úrslit í strákaflokki 14 ára og yngri á 4. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka urðu eftirfarandi:

1 Gabriel Þór Þórðarson GL 14 F 41 41 82 10 82 82 10
2 Magnús Máni Kjærnested NK 14 F 43 40 83 11 83 83 11
3 Ingimar Elfar Ágústsson GL 11 F 40 43 83 11 83 83 11
4 Þorgeir Örn Bjarkason GL 17 F 42 42 84 12 84 84 12
5 Ólafur Ingi Jóhannesson NK 19 F 42 47 89 17 89 89 17
6 Guðmundur Páll Baldursson GM 19 F 49 46 95 23 95 95 23
7 Bjarki Brynjarsson GL 19 F 47 50 97 25 97 97 25
8 Kári Kristvinsson GL 18 F 48 50 98 26 98 98 26
9 Ellert Lár Hannesson GL 22 F 51 49 100 28 100 100 28
10 Gísli Gunnar Unnsteinsson GF 23 F 47 54 101 29 101 101 29
11 Helgi Leó Leifsson GG 24 F 52 51 103 31 103 103 31
12 Jón Fannar Sigurðsson GG 24 F 49 55 104 32 104 104 32
13 Ólafur Ían Brynjarsson GL 24 F 53 53 106 34 106 106 34
14 Þórir Sigurður Friðleifsson GK 21 F 56 54 110 38 110 110 38
15 Aron Elvar Dagsson GL 24 F 62 55 117 45 117 117 45
16 Ólafur Jónsson GK 24 F 60 61 121 49 121 121 49