Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2017 | 18:20

Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3): Gunnlaugur Árni Sveinsson sigraði í flokki 12 ára og yngri hnokka

Þriðja mót tímabilsins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslands á Gufudalsvelli hjá Golfklúbbi Hveragerðis. Keppendur voru allir ræstir út á sama tíma.

Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ afhenti verðlaunin og í mótslok var boðið upp á létta grillveisli.

Aðstæður í Hveragerði voru nokkuð krefjandi en mikil úrkoma gerði keppendum erfitt um vik – en rúmlega 50 keppendur tóku þátt.

Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina.

Úrslit í flokki 12 ára og yngri hnokka, sem spiluðu 9 holur, voru eftirfarandi:

1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 43 högg
2. Skúli Gunnar Ágústsson, GA 46 högg
3. Sólon Siguringason , GS 47 högg