Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 10:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-32 e. 1. dag í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hóf keppni í nótt á Hainan Open, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fer fram í Sanya Luhuitou golfklúbbnum,Donghai Bay, Sanya, á Hainan eyju, í Kína.

Birgir Leifur lék 1. hring á 1 undir pari, 71 höggi; fékk 5 fugla og 4 skolla og er T-31 eftir 1. dag.

Í efsta sæti er enski kylfingur Steven Brown, en hann lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum, á s.s. 5 högg á Birgi Leif.

Til þess að sjá stöðuna á Hainan Open SMELLIÐ HÉR: