Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 12:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur fer út kl. 12:20 á Írlandi á morgun!

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Irish Challenge, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu.

Hann fer út kl. 13:20 að staðartíma á morgun, 14. september (þ.e. kl. 12:20 að íslenskum tíma) af 10. teig í Mount Wolseley Hotel Spa and Golf Resort, í Carlow á Írlandi.

Mótið stendur 14.-17. september 2017.

Með Birgi Leif í ráshóp eru litli bróðir nr. 11 á heimslistanum Brooks Koepka, en litli bróðirinn, sem verður í ráshóp með Birgi heitir Chase Koepka og eins spilar Birgir Leifur með Svíanum Niclas Johansson.

Fylgjast má með gengi Birgis Leifs á Irish Challenge með því að SMELLA HÉR: