Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 13:00

Angela og Sergio Garcia eiga von á sínu fyrsta barni

Líf Sergio Garcia hefir tekið miklum stakkaskiptum á þessu ári og ekki er séð fyrir endann á því.

Sergio og eiginkona hans Angela Akins Hamann Garcia tilkynntu í gær að þau ættu von á fyrsta barni sínu í mars 2018. Skötuhjúin giftu sig s.s. kunnugt er í lok júlí í ár, eftir Opna breska.

Með þessari fréttatilkynningu Garcia-hjónanna á Twitter fylgdi mynd af meðfylgjandi smábarnasamfellu þar sem á stóð:

Sætt!!!

Sætt!!!

I learned from the Master…My Daddy”  (Lausleg íslensk þýðing: „Ég lærði af Masternum … Pabba Mínum“ með Masters letri og Augusta National lógó-inu.

Ægilega sætt allt saman – en það sem er gleðilegt er að Sergio verður að öllum líkindum nýbakaður faðir á næsta Masters risamóti sem s.s. kunnugt er, hefir haft góð áhrif á golfleik flestra toppkylfinga, og nægir þar að nefna. tvöfalda Masters sigurvegarann Bubba Watson, sem sigraði í bæði skiptin eftir að hann og eiginkona hans höfðu ættleitt börn.