Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Bergur Jónasson og Birgir Leifur Hafþórsson – 16. maí 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Bergur Jónasson og  Birgir Leifur Hafþórsson. 

Bergur Jónasson er fæddur 16. maí 1987 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Bergur vinnur hjá Air Atlanta og er í sambandi með Rebekku Rut Skúladóttur og á  1 barn.  Komast má á facebooksíðu Bergs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan

Bergur Jónasson

Bergur Jónasson – Innilega til hamingju með 30 ára stórafmælið!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, eini karlatvinnukylfingur Íslendinga, sem hefir náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröð karla og stolt svo margra í golfíþróttinni hérlendis. Birgir Leifur er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Birgir Leifur er fæddur 16. mars 1976 og á því 41 árs afmæli dag!!!

Birgir Leifur lék á Evrópumótaröðinni 2007, en missti keppnisréttinn 2009 vegna meiðsla. Síðan þá hefir hann m.a. keppt á mótum Áskorendamótaraðar Evrópu.

Birgir Leifur hefir sigrað nánast allt sem hægt er hérlendis og af mörgu verður hér látið sitja við að hann er sexfaldur Íslandsmeistari í höggleik.

En Birgir Leifur er ekki aðeins einn fremsti kylfingur Íslendinga, heldur einnig framúrskarandi golfkennari, en það sem mestu skiptir alltaf góður, hvernig sem á það er litið.

Birgir Leifur er kvæntur Elísabetu Halldórsdóttur og eiga þau 3 börn.

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: Í einkaeigu

Birgir Leifur Hafþórsson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bækur Og Kiljur, 16. maí 1958 (59 ára); Ty Armstrong, 16. maí 1959 (58 ára); Valgeir Vilhjálmsson, 16. maí 1969 (48 ára); Enn Þrír Plötusnúðar, 16. maí 1971 (46 ára); Ingi Rúnar Gíslason, 16. maí 1973 (44 ára); Andres Gonzales, 16. maí 1983 (34 ára); Hanna Lilja Sigurðardóttir, 16. maí 1988 (29 ára) og Kling og Bang.

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is