Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2017 | 10:10

6 ára strákur fær ás á 4. elsta velli heims!

Sex ára strákur, Jack Dunne, er sá yngsti til þess að fara holu í höggi á Bruntsfield Links, nálægt Edinborg, í Skotlandi, sem er 4. elsti golfvöllur heims.

Hann setti beint niður á par-3 7. holu vallarins sem er 134 yarda (þ.e. 122,5 metra).

Dunne notaði dræver af teig.

Þetta vr frábært,“ sagði Dunne glaður. „Vonandi á ég eftir að fá miklu fleiri (ása).“

Framkvæmdastjóri Bruntsfield Links, Dougie Cleeton, bætti við: „Þetta er aðalumræðuefnið meðal klúbbfélaga okkar. Jack splæsti drykk á alla á barnum … að vísu kók.“

Jack æfir reglulega með yngri bróður sínum, Angus, í bakgarði fjölskyldu sinnar.

Cleeton: „Við hlökkum til að fá þá báða í barna- og unglingastarfið hjá okkur.“

Við eigum e.t.v. eftir að heyra meira um þá bræður Jack og Angus Dunne í framtíðinni!!!