Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 15:45

Jason Day skiptir kylfusveini sínum Swatton út fyrir vin sinn Luke Reardon

Í þriðja skipti á minna en 3 mánuðum er stórkylfingur að segja skilið við kylfuberann sinn.

Og í þetta skipti er það kylfings-kylfuberatvennd sem hefir átt sérlega náið samstarf yfir langan tíma: Jason Day og Colin Swatton.

Fyrir BMW Championship, sem hefst í þessari viku, hefir Jason Day skipt út kylfubera sína til margra ára Colin Swatton fyrir góðan menntaskólavin sinn Luke Reardon.

Sá sem fyrstur var með fréttina var golffréttaritari Golf Channel, George Savaricas.

Hvað sem öðru líður virðast þeir Day og Swatton hafa skilið í góðu því Swatton verður eftir sem áður þjálfari Swatton.

Hinn 12 ára Day hitti Swatton í fyrsta sinn í Kooralbyn International School í Ástralíu, en stuttu áður hafði Day misst föður sinn. Swatton, sem var golfkennari við skólann, tók Jason undir verndarvæng sinn og þeir hafa átt gott samstarf allt síðan, sem auðvitað náði hámarki þegar Day sigraði á fyrsta risamóti sínu PGA Championship, 2015 og varð í kjölfarið nr. 1 á heimslistanum.

Ég missti pabba þegar ég var 12 og kynntist síðan Colin og hann hefir verið með í vegferð minni og að hafa hann labbandi með mér að 18. holunni var bara sérstakt, afar sérstök reynsla, sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Day eftir sigurinn á PGA Championship í Whistling Straits.  „Þeta er bara …. ótrúleg tilfinnig sem ég hef. „

Aðrir heimskylfingar sem skipt hafa út kylfuberum sínum á sl. 3 mánuðum eru Phil Mickelson, sem skipti út Bones Mackay eftir 25 ára samstarf og Rory McIlroy sem rak JP Fitzgerald og skipti honum út fyrir vin sinn Harry Diamond.