Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2017 | 14:00

PGA Championship 2017: Þessum 5 er spáð sigri

Á morgun beinist athygli allra að bestu kylfingum heims, sem tía upp í Quail Hollow í Charlotte Norður-Karólínu á síðasta risamóti ársins.

Rory McIlroy er sá sem flestir telja að muni sigra …. en samkeppnin verður hörð og kannski stendur einhver uppi sem sigurvegari sem enginn bjóst við.

Þessum 5 er spáð sigri:

RORY MCILROY Þegar kemur að vellinum í Quail Hollow, þá er engum sem tekist hefir að ráða eins vel við það völl og Rory.  Honum er spáð sigri af flestum, jafnvel þó hann hafi ekki sigrað á risamóti frá árinu 2014.  Rory hefir tvívegis sigrað á Quail Hollow, þ.á.m. vann hann fyrsta PGA Tour sigur sinn þar og hann á tvö vallarmet. Hann hefir einnig sigrað á PGA Championship risamótinu tvívegis 2012 og 2014.

JORDAN SPIETH Ef það væri ekki glæsisaga McIlroy á Quail Hollow þá myndi Spieth líklegast vera á toppi hjá öllum spámönnum eftir frækinn sigur á Opna breska. Sá sigur færði Spieth einu skrefi nær ferils Grand Slam, sem hann getur náð um helgina sigri hann á PGA Championship. Og hann er með tvo sigra í síðustu 3 mótum, sem hann hefir tekið þátt í þannig að hann er í feikna formi.

RICKIE FOWLER Spurningin er: mun Fowler loks takast að skína? Hann hefir svo sannarlega hæfileikanna til að sigra á risamóti en hefir ekki  tekist það hingað til. Hann komst nærri því þegar hann náði 5. sætinu á Opna bandaríska og hann hefir einnig spilað vel á Quail Hollow á undanförnum misserum.

BROOKS KOEPKA Þeir sem dræva langt ætti að farnast vel nú um helgina ef þeir geta stjórnað teighöggum sínum, sem eru góðar fréttir fyrir sigurvegara Opna bandaríska. Hann er jafn öðrum í 6. sæti á PGA Tour hvað varðar lengd dræva og hann hefir náð 11. sætinu eða betra í öllum risamótum á þessu keppnistímabili. Hann gæti vel verið að keppa um sigursætið, eitt skipti enn…. og jafnvel tekist ætlunarverk sitt í þetta sinn.

JON RAHM – Sá leikmaður sem ætti að græða mest á þessari gerð valla (Quail Hollow) sem risamótið fer fram á er Rahm. Hann er í 16. sæti þegar kemur að lengd dræva og í 1. sæti þegar kemur að græddum höggum af teig, sem ætti að hjálpa honum á Quail Hollow. Það er því nánast skylda að fylgjast vel með 6. besta kylfingi heims (Rahm) nú um helgina!!!